Þjónusta

Bergraf gerir myndband til kynningar á götuljósaþjónustu

16/12/2022

Sérhæfð þjónusta í götulýsingu

Við bjóðum örugga og snögga þjónustu. Leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð, vel þjálfaða starfsmenn og klárum verkin á staðnum.

Góður mannauður er lykilatriði

Bergraf hefur yfir að ráða reynsluríkum starfsmönnum með yfirgripsmikla þekkingu á götulýsingu. Það skiptir máli að valinn maður sé í hverju rúmi.

Bergraf hefur yfir að ráða fjórum körfubílum sem ávallt fylgir þjónustubíll.

Upphituð vinnuaðstaða í bílnum

Þjónustubíllinn er settur upp sem lítið verkstæði.

Þar höfum við toppaðstöðu til viðgerða, pláss fyrir perur og aðra nauðsynlega varahluti.

Við leggjum mikla áherslu á þjónustu sem hægt er að treysta, erum fljótir á staðinn og leysum málin alla leið.

Ávallt fljótir að bregðast við

Starfsmenn Bergraf eru kallaðir út af lögreglu þegar tjón hefur orðið á ljósastaurum og leggjum við metnað okkar í að ganga strax í málið og klára það.

Tveir nýir körfubílar

Í hverju teymi höfum við tækjamann og rafvirkja sem sérhæfður er í viðhaldi og uppsetningu gatnalýsingar. Með stórum og góðum þjónustubílum getum við gert við flestar gerðir ljósa á staðnum.