Verkumsjón

Þjónustusamningur við Isavía

16/12/2022

Fjölbreytt verkefni

Bergraf sér um fjölbreytta og fjölþætta þjónustu við Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Þetta eru allt frá því smáum viðhaldsverkefnum upp í endurbyggingu á húsnæði segir Reynir Þór Ragnarsson framkvæmdastjóri Bergraf ehf. Við sjáum um fjölþætt viðhald í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar komum við inn á flest þau svið sem við tengjum okkur við, stálsmíði, blikksmíði og rafmagn.

Byggðum nýja og fullkomna slökkvistöð

Nýverið sáum við um nýbyggingu á fullkominni slökkvistöð Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Sú slökkvistöð er ein sú fullkomnasta sem þekkist á flugvöllum í dag og slökkviliðið með gríðarlega reynslu og þekkingu í þessum geira.

Við sömu byggingu var skipt um lofræstikerfi og þar er um að ræða mjög stórt kerfi. Þar erum við í samstarfið við verkfræðistofur og hönnunaraðila sem sjá um hluta af verkefninu en við klárum síðan framkvæmdina og stýrum verkinu.

Verkefni inni á flugstöð

Bergraf hafa komið að stórum verkefnum á vegum Isavía eins og byggingu norður og suðurbygginga við flugstöðina. Í þeim verkefnum hefur fyrirtækið verið aðalverktaki og haft yfirumsjón með framkvæmdum.