ÞJÓNUSTA VIÐ SVEITARFÉLÖG

Götulýsing og viðhald hennar er okkar sérsvið

Bergraf & stál býr yfir áratuga reynslu og
þekkingu í samstarfi við Vegagerðina.

VÉLSMIÐJA

Sérhæfum okkur í stórum sem smáum verkefnum

Við státum af fjölbreyttri þekkingu og mannafla sem leysir málin á einfaldan og öruggan hátt

PÓLÝHÚÐUN

Við erum í góðu samstarfi við Blikksmiðju
Suðurnesja

Hjá Blikksmiðju Suðurnesja starfar hópur fólks með reynslu og þekkingu. Fáðu tilboð í þjónustu okkar.

ALHLIÐA ÞJÓNUSTA

Við viljum bæta samfélagið með störfum okkar

Bergraf & stál er fyrirtæki sem samhæfir marga verkþætti í stórum verkefnum þar sem margar greinar iðnaðar falla saman í eina heild. Með samstarfi við góða birgja, frábært starfsfólk og viðskiptavini sem krefjast aðeins þess besta, hefur okkur tekist að byggja upp öflugt og öruggt fyrirtæki á sviði iðnaðar.

Rafmagn

Tökum að okkur stór sem smá verkefni. Okkar sérsvið er götulýsing.

Stál

Alhliða stálsmiðja sem leysir flest verkefni á sviði ál- og stálsmíði.

Blikk

Bergraf & stál starfar með Blikksmiðju Suðurnesja í verkefnum er snúa að blikksmíði.

FRÉTTIR

Fréttir af því nýjasta hjá okkur

Ljósalausnir

Bleikur hjá Bergraf

Stúlkurnar á skrifstofunni í Bergraf létu ekki sitt eftir liggja og tryggðu að Bergraf & stál yrði ekki útundan á Bleikum föstudegi.....

— 2 mínutur í lestri

Ljósalausnir

Reynir Þór Ragnarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri

Nú um mánaðarmótin lét Reynir Þór Ragnarsson af störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Reynir mun þó áfram verða nýjum stjórnendum til halds og traust...

— 6 mínutur í lestri

Hafðu samband: bergraf@bergraf.is
LEIÐANDI Í GÖTULÝSINGU

LED lýsing almenn í götulýsingu innan fárra ára/endurnýjun á gamla kerfinu hafin

Við höfum yfir 10 ára reynslu í viðhaldi götulýsingar og fylgjumst með því nýjasta í geiranum.

Hönnun götulýsingar skiptir miklu varðandi öryggi og umferð. Með réttum lýsingarbúnaði auðveldum við umferð akandi og gangandi vegfarenda.

VERÐÁÆTLANIR OG ÚTBOÐ

Við vinnum flest af okkar verkefnum með þátttöku í útboðum gerð verðáætlana eða tilboða

Verkefnin eru misjöfn eins og þau eru mörg. Oft er um stór og viðamikil verkefni að ræða sem þarfnast nákvæmrar skoðunar.

Talsverð vinna liggur að baki við stór og flókin útboð. Við vinnum eftir lögum og reglum þar að lútandi.

Verðáætlun er áætlun þar sem við reynum að meta helstu kostnaðarþætti miðað við ákveðnar forsendur. Áætlun er hins vegar viðmiðun en ekki fast verðtilboð.

Verðáætlun
Verðáætlun er mat á kostnaði við vinnslu ákveðins verkefnis miðað við gefnar forsendur.
Fast tilboð
Fast verðtilboð er miðað við ákveðnar forsendur og er bindandi svo fremi sem þær breytast ekki.
Útboð
Útboð er ákveðið ferli sem lýtur lögum og reglum og er bindandi fyrir þátttakendur.
RAFHÖNNUN OG ÖRYGGI

Tækni fleytir hratt fram í rafmagni/við fylgjumst með tækninni og höfum öryggið í fyrirrúmi

Þarftu ef til vill að endurnýja rafmagn? Við höfum lausnina. Fáðu okkur á staðinn og við metum aðstæður.

Við útvegum rafhönnun, lagnavinnu og töflugerð. Veitum ráðgjöf um val á leiðum. Gerum úttektir á gæðum rafbúnaðar.

Öryggisprófun

Panta skoðun og mat á rafbúnaði.