Þjónusta

Fjögur hús með loftræstingu á útistæðum Ísavía

29/1/2021

Flugvöllur í vexti

Undanfarið hefur Bergraf-Stál verið að setja upp loftræstikerfi í fjögur farþegaafgreiðsluhús á útistæðum Ísvía á Keflavíkurflugvelli.

Húsin eru hugsuð til að taka afgreiða farþega inn og út úr flugvélum á útistæðum. Byggingarnar leyna á sér og eru stærri en þær líta út fyrir að vera þegar horft er til þeirra frá flugstöðinni. Þau eru á tveimur hæðum og farþegar ganga upp á aðra hæð til að ganga um borð í flugvélar.

Flugstöð mun stækka

Eins og fram hefur komið mun Flugstöð Leifs Eiríkssonar verða stækkuð enn frekar og þá næst til austurs.

Unnið að uppsetningu lofræstikerfa

Hér má sjá starfsmenn Bergraf-Stál í óða önn að setja upp loftræstikerfi í nýju farþegaafgreiðslu húsunum.