Svið:

Breytingar á mötuneyti Landhelgisgæslunnar bygging 179

Verkþættir
  • Verkumsjón
  • Endurbygging
  • Rafmagn
  • Stál
  • Blikk
  • Innréttingar
  • Pípulagnir
Unnið

2019-2020

Verkkaupi

Landhelgisgæslan

Umsjón og framkvæmdir við endurbyggingu

Í þessu stóra verkefni fyrir Landhelgisgæsluna sá Bergraf um heildarþjónustu. Um var að ræða endubyggingu og uppgerð mötuneytis og fundaraðstöðu Landhelgisgæslunnar á umráðasvæði þeirra á Keflavíkurflugvelli.

Hreinsa þurfti allt úr húsinu og skipt var um rafmagn, loftræstikerfi og innréttingar. Bergraf sá um heildarvinnslu verksins, réð undirverktaka og sá um verkstýringu.

Uppsetning og frágangur á fullkomnu veitingaeldhúsi, sérsmíðaðar innréttingar tengdar afgreiðslu mötuneytis.

Skipt var um innréttingar í húsinu, viðbygging byggð fyrir salerni og þvottaaðstöðu, mötuneyti sett upp með öllu tilheyrandi. Samið var við íslenska framleiðendur um smíði innréttinga og þær settar upp á vegum Bergraf.  Allar tölvulagnir, hljóðkerfi, skjáir og gler - skápar fyrir minjagripi og fleira var í umsjón Bergraf.

Mötuneyti og fundaraðstaða Landhelgisgæslunnar.