Svið:

Breyting á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bygging 130

Verkþættir
  • Heildarumsjón verks
  • Rafmagn
  • Stálsmíði
  • Loftræsting
Unnið

2019

Verkkaupi

Landhelgisgæslan

Breytingar á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

Í þessu yfirgripsmikla verkefni var Bergraf aðalverktaki. Verkið fólst í að taka húsið í gegn, skipta um raflagnir, loftræstikerfi og skipta út sérhæfðum kælibúnaði fyrir nýjan.

Bygging þessi var upphaflega byggð af Bandaríkjaher og hýsir eina af fjórum radarstöðvum landsins og er þeirra móðurstöð. Landhelgisgæslan hefur yfirumsjón með eftirlit og gæslu á stóru svæði umhverfis Ísland í samráði við NATÓ.

Saga þurfti úr hnausþykkum veggjum byggingarinnar til að skipta út eldra kælikerfi fyrir nýtt. Auk allra breytinga sem til þurfti í rafmagni og loftræstingu í húsinu þurfti að vinna verkið án þess að starfsemi stöðvaðist.

Segja má að mikil sérþekking hafi skapast innan Bergraf enda um sérhæft verkefni á sviði verkumsjónar, vinnslu og tækni að ræða.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.