Viðskipti

Blikkhluti Bergraf & stál verður Blikksmiðja Suðurnesja

30/9/2021

Starfsmenn kaupa rekstur og tæki blikkhluta Bergraf & stál

Nokkrir starfsmenn Bergraf-blikk hafa keypt rekstur og tæki blikksmiðjunnar og stofnað fyrirtækið Blikksmiðja Suðurnesja ehf. Nýja fyrirtækið er í nánu samstarfi við Bergraf og hafa fyrirtækin gert með sér samstarfssamning.  Blikksmiðja Suðurnesja er í sama húsnæði og fyrir sölu, starfsmenn og eigendur líta björtum augum á framtíðina og samstarfið.

Blikksmiðja Suðurnesja hefur á að skipa hæfum og reynslumiklum starfsmönnum á sviði blikksmíði og framkvæmdum almennt.

Eigendur og starfsmenn Bergraf og Stál óska nýju blikksmiðjunni velfarnaðar í framtíðinni.