
Pólýhúðun í Reykjanesbæ
Nýverið keypti fyrirtækið Bjarni málari rekstur Pólýhúðunar af Bergraf-Stál. Bjarni sem hefur mikla reynslu og þekkingu í bransanum fyrirhugar að bjóða þjónustu Pólýhúðunar Bjarna málara á meðal fyrirtækja, stofnana og einstaklinga hér á svæðinu.
Fyrst um sinn allavega, mun Bjarni bjóða upp á þjónustuna í húsnæði Pólýhúðunar. Pólýhúðun er gríðarsterk yfirborðslausn þar sem efni/dufti er háþrýstisprautað á hluti úr stáli og áli undir rafmagnshleðslu og þeir síðan bakaðir í háum hita.
Fullt af tækifærum
Pólýhúðun Bjarna málara mun bjóða upp á alla hefðbundna pólýhúðun eins og felgum, handriðum, klæðningum og all niður í skrúfur og nagla ef því er að skipta.


Verðskrá
Hér er linkur yfir á Facebook síðu Pólýhúðunar Bjarna málara. Smella hér.